Jæja, páskarnir búnir þetta árið. Það var nóg að gera alla páskana, vorum nú reyndar bara heima á föstudaginn langa en á laugardaginn fórum við í partý hjá Söru skvís. Skemmtum okkur rosalega vel og ég söng m.a.s. nokkur lög í Singstar. Hélt að það myndi aldrei gerast :).
Á páskadag var svo páskaeggjabingó með tengdafjölskyldunni minni þar sem við hjónin unnum samtals 6 egg nr. 1, alveg alltof mikið. Við vorum svo líka búin að kaupa okkur tvö lítil páskaegg þannig að við stóðum á beit eiginlega allan páskadag. Málshátturinn minn passaði rosalega vel við mig: Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað.
Svo fór ég í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Ætla nú ekkert að vera að opinbera af hverju ég fór í rannsókn en langaði bara að tjá mig um hvað starfsfólkið hjá þeim er yndislegt. Þakkaði mér margsinnis fyrir að gefa kost á mér í rannsóknina, Árni þurfti að bíða eftir mér í nokkurn tíma og það var alltaf verið að bjóða honum eitthvað að drekka eða borða og það er svo þægilegt andrúmsloft þarna. Maður býst nefnilega ekki við þessu því að starfsmenn á heilbrigðissviðinu eru nú ekki með besta orðsporið varðandi framkomu.
En svo gengur þetta ekki lengur með ritgerðina mína. Ég er einhvern veginn ekki að komast í gírinn með að klára hana. Átti að senda leiðbeinandanum mínum niðurstöðurnar mínar strax eftir páska en er ekki búin að því ennþá. Ætla að miða við að senda honum þær á föstudaginn. En þegar að niðurstöðurnar eru búnar þá er nú einungis umræðan eftir og það er ekkert erfitt að skrifa hana. Verð bara að vera duglegri :).
Hinsvegar ætla ég nú að kíkja út í kvöld, með henni Jósu sálfræðigellu. Hlakka endalaust mikið til að sjá hana og spjalla enda erum við ekkert búnar að hittast síðan í janúar. Fáum okkur kannski nokkra bjóra og svona. Á laugardaginn er svo þrítugsafmæli hjá vinkonu hans Árna þannig að það er bara feikinóg að gera í félagslífinu hjá okkur enda er það langskemmtilegast.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 4/19/2006 06:03:00 e.h.
|