Pabbi minn á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku pabbi. Við erum einmitt á leiðinni þangað í smá afmæliskaffi, alltaf svo gaman að hitta öll systkinin og systkinabörnin í einu :).
Annars komu stelpurnar til mín í gær og við byrjuðum að plana gæsapartýið hennar Helgu, oh hvað við skemmtum okkur vel við að skipuleggja. Verðum nú ekkert alltof kvikindislegar en samt smá, tíhí.
En vonandi eigið þið öll góða helgi, helgin hjá mér samanstendur af flutningum og ritgerðarskrifum, ótrúlega skemmtilegt.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 4/27/2006 05:48:00 e.h.
|