Jæja þá erum við lent á Íslandinu góða :). Þvílíka rokið sem tók á móti okkur, alveg ekta íslenskt veður. Enda fann ég alveg svona: Ég er komin heim tilfinningu, kannski smá væmið en hey maður má það stundum.
Annars voru síðustu dagarnir okkar rosalega fínir. Mánudagurinn var náttúrulega bara rugl, vöknuðum kl. 7 og vorum á fullu allan daginn að flytja og þrífa. Edda var svo yndisleg að koma og hjálpa okkur að þrífa, takk aftur Edda mín. Bjargaðir okkur alveg. Vorum svo ekki komin til Hildar og Konna fyrr en um hálftíu um kvöldið. Rotuðumst um leið og höfuðið snerti koddann.
Þriðjudagurinn var rosalega næs, ég og Hildur röltum niður í bæ og kíktum í nokkrar búðir. Fórum svo á CuCos um kvöldið þar sem að við hámuðum í okkar þennan geðveika mat. Fékk mér svo girnilega súkkulaðiköku í eftirrétt að allir fylgdust með hverjum bita sem ég setti upp í mig :). Svo var bara farið heim til Hildar og Konna þar sem Árni hélt sirkussýningu fyrir okkur, smá einkahúmor. Vöknuðum kl. 6 á miðvikudeginum og fórum í lestina. Takk enn og aftur elsku Hildur og Konni fyrir að leyfa okkur að gista, skemmtum okkur geðveikt vel með ykkur. Fullkominn endir á Árósardvölinni :).
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 4/06/2006 09:42:00 f.h.
|