Nafnið mitt merkir:
Inga = konungborin
Elín = hin bjarta og borg = vörn
Bara nokkuð ánægð með það :).
Árna nafn merkir hinsvegar örn. Og þar sem örninn er konungur fuglanna þá eigum við greinilega mjög vel saman því að Inga er konungborin, tíhí.
Fékk þessar upplýsingar á mannanöfn.com. Búin að vera að fletta upp nöfnum fjölskyldunnar og vinanna. Þvílíkt stuð.
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 8/31/2005 09:29:00 f.h. |
mánudagur, ágúst 29, 2005
Ég vaknaði klukkan korter í fimm í morgun til að keyra Árna út á flugvöll. Oh hvað mér leið ekki vel á leiðinni þangað. Ég var rosa lítil í mér þegar að við kvöddumst, var alveg á mörkunum að fara að hágráta en gat harkað það af mér. Svo var ég með tárin í augunum eiginlega alla leið heim aftur.
Hann er semsagt núna kominn í loftið og þar sem að hann svaf ekkert í nótt ætti hann að geta sofið í vélinni. Hlakka til að heyra í honum í kvöld. Bara 61 dagur þangað til að við hittumst aftur :). Vona að ferðin gangi vel ástin mín.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/29/2005 08:02:00 f.h. |
sunnudagur, ágúst 28, 2005
Nákvæmlega engin frammistaða í þessu bloggi mínu :). Ég er bara búin að vera svo upptekin í seinustu viku að það gafst enginn tími til þess.
Ég er semsagt byrjuð á fullu hjá IMG og gengur bara rosa vel. Allt fólkið voða indælt og verkefnin mín gífurlega skemmtileg.
Í dag var svo verið að skíra litlu frænku og fékk hún nafnið Ríkey. Innilega til hamingju með nafnið krútta. Mjög fallegt nafn og passar vel við hana :).
Árni flýgur svo á morgun til Danmerkur og þá hefst grasekkjutímabilið mitt sem stendur í tvo mánuði, snökt snökt. Þetta verður nú örugglega fljótt að líða, vona það allavega. Ég semsagt flyt til mömmu og pabba á morgun, hlakka til að sofa með Snúðinn uppi í rúmi í tvo mánuði.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/28/2005 06:15:00 e.h. |
laugardagur, ágúst 20, 2005
Jæja, þá er ég svona nokkurn veginn byrjuð í praktíkinni, mætti til þeirra seinasta mánudag en þar sem að fyrirtækið er að flytja fékk ég bara heimaverkefni, þ.e. fékk tvær bækur um ákveðið efni og á að skila mínu áliti á þeim (hvort að IMG geti innleitt þetta í verkefni sín, kosti, galla og svona). Flutningarnir verða svo vonandi búnir á mánudaginn og þá verður pláss fyrir mig :). Líst bara rosalega vel á þetta.
Svo héldum við annað matarboð í gær fyrir vini hans Árna, ekkert smá skemmtilegt. Enda alveg komin tími á að ég hitti vini hans í sumar, er ekkert búin að hitta nokkra þannig að þetta var alveg á seinasta snúning því að Árni fer eftir 9 daga. Kíktum svo aðeins niður í bæ og vorum komin heim um fjögurleytið.
Annars er ég búin að komast að því að það er algjör snilld að bjóða upp á þessi jelly shots :). Allir svo ánægðir með þau.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/20/2005 12:11:00 e.h. |
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Er núna í búðinni fyrir tengdó og það gengur bara ágætlega. Samt dálítið erfitt að vita ekki nákvæmlega hvar allir hlutirnir eru inni á lager eða hvað þeir kosta en viðskiptavinirnir eru búnir að vera mjög þolinmóðir við mig :).
Ég og Árni fórum að heimsækja Karen á þriðjudaginn, ekkert smá gaman að sjá hana. Sérstaklega þar sem að við sjáum hana ekkert fyrr en um jólin aftur. Hún fer svo aftur til Danmerkur á sunnudaginn en ég ætla að reyna að kíkja til hennar einu sinni enn.
Svo ætlum við að halda smá matarboð á laugardaginn. Helga, Freyr, Ásta, Ívar og Hrönn ætla að kíkja til okkar. Ég ætla einmitt að búa til svona hlaupskot, smakkaði þannig hjá Helgu í afmælinu hans Freys og nammi namm hvað þetta er gott :). Reyndar dálítið hættulegt þar sem að lítið áfengisbragð finnst en maður passar sig bara.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/11/2005 02:46:00 e.h. |
mánudagur, ágúst 08, 2005
Núna eru ég og Árni búin að vera gift í eitt ár (og einn dag :)). Sunnudagurinn var ekkert smá næs. Árni fór út í bakarí fyrir okkur og keypti smá góðgæti. Hann keypti líka eina rauða rós handa mér, rosa sætur. Ég gaf honum það sem ég var búin að föndra en ég límdi inn í gestabókina okkar allt sem tengdist brúðkaupinu, hjörtun sem ættingjar/vinir skrifuðu heilræði á til okkar, litlu hjörtun sem voru til skrauts á borðunum, myndir af okkur þegar að við vorum lítil og ýmislegt fleira. Ég skrifaði líka inn textana á lögunum sem við létum syngja í kirkjunni.
Árni var svo búinn að plana að fara í Dýragarðinn í Slakka en við þurftum að hætta við það vegna veðurs. Fórum þangað svo í dag og klöppuðum kettlingum, folöldum, kálfi og fleiri dýrum. Ég gjörsamlega dýrka þennan stað.
Á sunnudagskvöldinu fórum við svo á Humarhúsið og við fengum okkur bæði humarsúpu í forrétt, algjör lostæti. Svo fékk ég mér gratineraða humarhala með humarsósu og Árni fékk sér haf og haga, þ.e.a.s. nautasteik og humarhala. Geðveikt gott.
Enduðum kvöldið á að fara í bíó, á The wedding crashers. Oh my god hvað hún er fyndin, rosa góð mynd. Semsagt alveg yndislegur dagur, bíð bara eftir næsta brúðkaupsafmæli :).
Birt af Inga Elínborg kl. 8/08/2005 10:00:00 e.h. |
föstudagur, ágúst 05, 2005
Jæja þá er letilífið núna að mestu búið (og alveg kominn tími til). Tengdó eru nefnilega að fara út til Danmerkur næsta miðvikudag og báðu okkur um að vera í búðinni fyrir þau á meðan. Þannig að ég er búin að vera í smá þjálfun þar og verð ein frá miðvikudegi til laugardags í næstu viku. Rosa gaman og svo verða allir að koma að versla hjá mér, tíhí.
Afmælið hjá Frey seinustu helgi var ekkert smá skemmtilegt. Fámennt en bara þeim mun skemmtilegra fólk, við sátum heillengi og spjölluðum saman og fórum svo aðeins niður í bæ. Kíktum á Glaumbar, Thorvaldsen og Hressó en svo fór ég heim um fjögurleytið.
Svo eigum við auðvitað eins árs brúðkaupsafmæli á sunnudaginn, trúi því varla að það sé strax komið eitt ár. Er einmitt búin að vera að föndra dálítið til að gefa Árna og hann er nú orðinn frekar forvitinn um hvað það er. Ætlum svo út að borða um kvöldið, býst við að við förum á Humarhúsið. Alltaf svo geðveikt góður matur þar.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/05/2005 06:14:00 e.h. |