Ég var útskrifuð af sjúkrahúsinu á föstudaginn, mjög ánægð með það. Ekki það að starfsfólkið á meðgöngudeildinni sé ekki yndislegt en heima er best. Núna eru bara 3 dagar í að krílið flokkist ekki sem fyrirburi þannig að ég er ekkert neitt voðalega róleg hérna heima. Árni vill helst að ég liggi uppi í rúmi og hreyfi mig ekki neitt en ég er komin á fulla ferð, þ.e.a.s. hreyfi mig eins mikið eins og bumban leyfir. Ég er nú samt dugleg að setjast niður og hvíla mig enda finnst mér ég verða þreytt við minnsta verk. En það er allt tilbúið fyrir litla krílið þannig að það má alveg fara að koma. Reyndar verður verst ef það kemur frá 6. ágúst - 12. ágúst því að þá er Benedikt í aðlögun á leikskólanum en það reddast nú örugglega einhvern veginn. Ætli það sé ekki týpískt að það komi þá :).
|