fimmtudagur, júlí 31, 2008

Kannski kominn tími á að uppfæra lesendur aðeins. Er búin að fara 4 sinnum upp á deild vegna verkja, í seinasta skipti í gær. Þá var ég aðeins byrjuð í fæðingarferlinu en því miður þá blæddi dálítið mikið og ég var lögð inn vegna þess að læknarnir höfðu áhyggjur að það væri að blæða frá fylgjunni og að ástæðan fyrir því að ég væri komin af stað væri einhvers konar sýking í leginu. Sem betur fer komu allar prufur vel út og ekkert bendir til sýkingar en ég þarf að vera í eftirliti í sólarhring í viðbót. Ég er nú allavega búin að halda þessu kríli inni lengur en ég náði að ganga með Benedikt þannig að þetta er allt á réttri leið. Eftir viku verður maður svo ekki lengur flokkaður sem fyrirburi þannig að vonandi næ ég að halda því inni svo lengi. Það er sem betur fer hætt að blæða en ef það byrjar aftur að blæða verð ég líklegast sett af stað. Verkirnir eru líka dottnir niður, þannig að allt lofar góðu. Ég leyfi ykkur svo að fylgjast með :).