Ekki skil ég íslensk stjórnvöld þessa stundina. Að reka mann sem er að sækja um pólitískt hæli úr landi einn, tveir og þrír án þess að vera búin að fara yfir umsókn hans. Konan hans fæddi fyrir 6 vikum, maðurinn var eina fyrirvinnan á heimilinu og með þessu er verið að stía fjölskyldunni í sundur. Ég fékk tár í augun þegar að ég sá litla barnið í fréttunum á Stöð 2, finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta er til háborinnar skammar fyrir íslensku þjóðina.
|