föstudagur, ágúst 15, 2008

Komin 38 vikur og 1 dag. Væri nú alveg til í að litla krílið myndi láta sjá sig mjög fljótlega, er orðin frekar þreytt á þessum fyrirvaraverkjum sem halda fyrir mér vöku næstum hverja nótt. En sem betur fer er ég hætt að vinna þannig að ég get hvílt mig vel á daginn.

Við hjónin áttum fjögurra ára brúðkaupsafmæli seinasta fimmtudag og fórum út að borða á Argentínu í tilefni dagsins. Um að gera að nýta tímann og fá pössun fyrir einungis eitt barn :). Nammi namm, hvað maturinn var góður. Rúsínan í pylsuendanum var auðvitað súkkulaðikakan þeirra, þvílíkt hnossgæti.

Annars er voðalega lítið að frétta, ég er mestmegnis heima þessa dagana, Árni er að vinna og Benedikt er auðvitað í leikskólanum. Þannig að allir að senda góða hríðar- og fæðingarstrauma til mín :).