laugardagur, ágúst 23, 2008

Yndislega falleg stelpa leit dagsins ljós í gærmorgun kl. 6:46. Þá voru aðeins liðnir rúmir tveir tímar frá fyrsta verk og foreldrarnir voru einungis búnir að vera hálftíma í Hreiðrinu þegar að hún kom í heiminn. Eins gott að Benedikt var með ömmu sinni og afa í sumarbústaðnum vegna þess að það hefði ekki verið neinn tími að bíða eftir neinum til að líta eftir honum. Þá hefði litla stelpuskottið komið í heiminn annaðhvort heima eða í bílnum. Annars vissum við foreldrarnir að við ættum von á stelpu, við ákváðum semsagt að kíkja í pakkann í 20 vikna sónarnum en sögðum ekki neinum frá :).

Öllum líður vel, mamman og pabbinn eru voðalega stolt og litlan sefur bara og drekkur. Reyndar var nóttin frekar erfið, hún fékk smá í magann og vildi helst bara vera á brjóstinu en þar sem hún er svo dugleg að drekka þá getur maður ekki kvartað. Benedikt kemur svo heim seinna í dag, við hlökkum mjög mikið til að sjá viðbrögðin hans.

Okkur fannst alveg frábært að geta verið í Hreiðrinu, yndislegt andrúmsloft, allir svo rólegir og tilbúnir til að hjálpa. Við vorum þar í 12 tíma en fórum svo heim og erum að njóta þess að kynnast öll betur.

Takk fyrir allar kveðjurnar, þið eruð yndisleg.

Sætasta prinsessanPabbinn svo stolturMamman pínku þreytuleg