þriðjudagur, mars 13, 2007

Árni fór út í gærmorgun þannig að við mæðginin erum bara ein heima þessa dagana. Ég bað Siggu systir um að koma og líta aðeins eftir Benedikt á meðan ég færi út í búð. Ég fer semsagt út í búð og það vantaði mest bleiur og blautþurrkur en snillingurinn ég gleymi auðvitað að kaupa það :). Eitthvað voða utan við mig þessa dagana en Sigga bauðst bara til þess að fara aftur út í búð fyrir mig og kaupa þetta tvennt.

Mér finnst voða skrýtið að vera ein með Benedikt. Ég stend sjálfa mig að því að líta á klukkuna og hugsa: Núna eru bara 2 tímar þangað til Árni kemur heim úr vinnunni en átta mig svo á því að hann kemur ekkert aftur fyrr en á föstudag. Ekki það að ég nenni ekki að vera með Benedikt, bara leiðinlegt að vera ein heima allan daginn og allt kvöldið líka.