Eins og mér finnst skemmtilegt þegar að veturinn kemur þá finnst mér vorið alveg æðislegt líka :). Daginn er byrjað að lengja, sólin skín meira og allir komast í betra skap.
Mér líður semsagt aðeins betur en þegar að ég bloggaði seinast. Búin að sætta mig við að brjóstagjöfin gekk ekki, þýðir víst lítið að velta sér upp úr hlutum sem maður ræður ekki við. Ég held líka að ég verði að komast meira út en ég geri, fer eiginlega ekkert nema stöku sinnum út í búð. En við ætlum allavega að fara í mat til tengdó í kvöld, saumó annað kvöld og svo ætlum við að kíkja í heimsókn til mömmu og pabba um helgina.
Árni fer svo í vinnuferð á mánudaginn og verður fram á föstudagsmorgunn, þannig að heimsóknir til okkar eru vel þegnar. Sem betur fer verð ég með bílinn þannig að við mæðginin getum nú farið eitthvert ef við viljum.
miðvikudagur, mars 07, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 3/07/2007 01:36:00 e.h.
|