mánudagur, mars 19, 2007

Ég varð græn af öfund þegar að ég las þessa frétt, hefði svo sannarlega viljað vera á þessari árshátíð.

Árni kom heim á föstudagskvöldið við mikinn fögnuð :). Hann keypti myndavél í fríhöfninni þannig að við getum skilað myndavélinni sem við vorum með í láni til tengdó. Alveg nauðsynlegt að eiga myndavél þegar að lítill stubbur er búinn að bætast við fjölskylduna. Árni keypti líka nokkrar DVD myndir, t.d. Gremlins 1+2, ekkert smá gaman að horfa á þær aftur. Gismo alltaf jafn sætur.

Árni sá svo alveg um Benedikt bæði á föstudags- og laugardagsnóttina sem þýddi að ég fékk 10 tíma svefn á föstudagsnóttina, ekki alveg samfelldan en nærri því. Alveg nauðsynlegt að fá svona langan svefn af og til til að hlaða batteríin. Áður fyrr snérist bloggið um spítalaferðir en núna snýst það um svefn :).