föstudagur, mars 16, 2007

Ég fékk mér pylsur í hádegismat í dag og fór þá að hugsa um hvað Árni hneyklast alltaf á mér þegar að ég fæ mér pylsur, hann er alltaf að tala um að ég setji sósurnar ekki rétt á pylsurnar. Að hans mati þá eiga hrái laukurinn, steikti laukurinn, tómatsósan og remúlaðið að fara undir pylsuna en sinnepið á pylsuna sjálfa. Mér gæti nefnilega ekki verið meira sama um hvernig ég set þetta á og set þetta bara á eftir því hvað er næst hendinni. Árni hneyklast alltaf svo á mér þegar að ég geri þetta ekki "rétt" að hans mati. Mér finnst þetta bara svo fyndið að ég geri eiginlega meira í því að setja þetta "vitlaust" á, bara til að hann geti tuðað aðeins um þetta :). Það er greinilegt að ég er búin að hafa nógan tíma til að hugsa um mörg mikilvæg málefni þessa dagana, finnst ykkur ekki?

Annars hlakka ég þvílíkt til næstu viku, er að fara í klippingu+strípur á fimmtudaginn, fótsnyrtingu á laugardaginn og svo í útskriftarpartý til Eddu um kvöldið. Var einmitt að tala við Jósu í gær og við ætlum að fá okkur smá í glas, jibbí. Þar sem að ég er alveg hætt með Benedikt á brjósti og líka hætt að mjólka mig þá get ég alveg fengið mér áhyggjulaus í glas. Reyndar er árshátíð hjá Íslenskri erfðagreiningu sama kvöld en mig langar meira að fara í partýið þannig að Árni fer bara einn á árshátíðina. Benedikt fer semsagt aftur í pössun en Árni ætlar líklegast að koma fyrr heim svo að ég geti jafnvel kíkt niður í bæ. Þetta verður svoooo gaman.