mánudagur, febrúar 26, 2007

Núna veit ég af hverju svefnleysi er talið ein af áhrifamestu pyntingaaðferðunum. Frá fimmtudegi og fram á sunnudag fengum ég og Árni voðalega lítinn svefn og ástandið á okkur í gær var vægast sagt hræðilegt. Við gátum varla talað saman af þreytu :) enda fór öll afgangs orka í að hugsa um Benedikt. Í nótt svaf hann sem betur fer aðeins betur enda líður okkur mun betur.

Fyrir utan svefnleysi var voðalega gaman um helgina, það var rosa gott að komast bæði út í einu á laugardagskvöldið og hitta vini hans Árna, spjalla saman um annað en barnauppeldi og bara aðeins að slappa af. Við vorum nú reyndar ekki lengi í burtu, ca. 2 og hálfan tíma en þetta er samt sem áður alveg nauðsynlegt. Benedikt fer svo aftur í pössun í lok mars en þá er árshátíð hjá Árna, fínt að hafa þetta með svona mánaðar millibili.

Annars finnst mér tíminn fljúga áfram í fæðingarorlofinu, mánuðirnir hverfa hreinlega. Í næsta mánuði fer Árni svo í burtu í 4 nætur vegna vinnuferðar, vona svo innilega að Benedikt verði farinn að sofa betur. Kvíði pínku fyrir ef hann verður ennþá svona erfiður allar nætur.