Loksins fékk ég dálítinn svefn, Benedikt svaf í heila fimm tíma samfleytt í nótt. Ég svaf reyndar "bara" í fjóra tíma, sofnaði ca. hálftíma eftir að hann var sofnaður og vaknaði sjálf eftir fjóra tíma, líkaminn var örugglega ekki alveg að skilja af hverju ég var ekki vöknuð fyrr miðað við undanfarnar vikur.
Benedikt fór svo í 6 vikna skoðun í dag og hann er orðinn það þungur að hann má fara út í vagn núna, hlakka voða mikið til þess. Verður fínt að komast út með hann á daginn og ná aðeins að hreyfa sig. Hjúkrunarfræðingurinn kíkti líka aðeins á mig í dag vegna vesenis með brjóstagjöfina og hún sagði bara beint út við mig að ég væri mjög þreytuleg þessa dagana :), alltaf gaman að heyra það.
Hildur vinkona kom til landsins í dag og verður í nokkra daga, ætlar líklega að kíkja á mig á fimmtudaginn. Hlakka ekkert smá mikið til að sjá hana. Það verður svo nóg að gera næstu daga, er að fara í saumaklúbb á fimmtudaginn, litun+plokkun á föstudaginn og svo er þrítugsafmæli hjá vini hans Árna á laugardaginn. Ætlum líklegast að kíkja í 2-3 tíma, oh það verður æðislegt að komast bæði út í einu og hitta annað fólk.
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 2/20/2007 08:30:00 e.h.
|