Ekkert mikið að gerast þessa dagana hjá mér sem er ástæðan fyrir því að ég er ekkert búin að blogga. Ég og Árni áttum reyndar 7 ára sambandsafmæli þann 3. febrúar, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Allt í einu erum við orðnir foreldrar og lífið búið að gjörbreytast. Maður fær aldrei nægan svefn og lífið snýst algjörlega um þessa litlu manneskju sem er svo háð manni.
Reyndar erum við búin að nefna litla prinsinn eftir nokkrar samningaviðræður ;). Hann heitir semsagt Benedikt Einar. Benedikt er út í loftið en Einar í höfuðið á föðurafanum. Skírnin verður svo líklegast í lok mars en við ákváðum bara að nefna hann strax svo að einhver gælunöfn myndu ekki festast við hann.
föstudagur, febrúar 09, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 2/09/2007 02:24:00 e.h.
|