fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Þá er Benedikt Einar kominn með heimasíðu. Hún er læst en ef það eru einhverjir sem vilja komast inn á hana þá er bara að senda mér tölvupóst á ingaeb@gmail.com. Ákvað að hafa frekar tvær heimasíður svo að þeir sem nenna ekki alltaf að lesa eitthvað barnatengt geti allavega þá farið á mína heimasíðu, tíhí.

Annars er voðalega lítið að frétta, eins og hefur verið undanfarnar vikur. Ég fer ekki neitt og geri voðalega lítið annað en að hugsa um Benedikt en þannig er það þessar fyrstu vikur. Ég er líka alveg endalaust þreytt eftir mjög svo svefnlitlar nætur undanfarið. Vona að það fari að lagast mjög fljótlega því að svefnleysi er það erfiðasta sem ég veit um. Finnst alveg best í heimi að sofa mikið :).