Ég vorkenndi svo strákunum okkar eftir leikinn á móti Dönum. Ég sat fremst á sófanum alla framlenginguna og var byrjuð að labba um gólf undir það seinasta. Þeir stóðu sig svo vel en því miður þá þurfti aðeins meira til að sigra. En hlakka nú samt til að horfa á leikinn gegn Rússunum, vonandi vinna þeir þann leik og spila þá um 5. sætið á mótinu.
Annars er nú voðalega lítið að frétta, lífið hjá mér snýst um að gefa litla kút og handboltann þessa dagana. Reyndar fórum við í myndatöku með hann á þriðjudaginn og fáum myndirnar í dag. Hlökkum geðveikt til að sjá þær, maður var nú eiginlega sofandi mest allan tímann en það gerir ekkert til. Skelli inn einni eða tveimur myndum seinna í dag.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 2/01/2007 10:06:00 f.h.
|