Voðalega lítið að gera í vinnunni þannig að ég var á fullu að vafra á netinu og fann þetta:
I- You have a fine ass
N- You are absolutely beautiful
G- You never let people tell you what to do
A- You like to drink
Leist nú bara nokkuð vel á þetta :). Hlakka allavega til á næsta ári þegar að litla krílið verður komið í heiminn og ég get fengið mér í glas aftur. Ji, það mætti halda að ég hugsaði bara um að drekka. Einmitt búin að "panta" nokkur djammkvöld með ýmsum aðilum, um að gera að vera tímanlega í þessu hehe.
Nánari útskýring:
A- You like to drink
B- You're a laid back, like to have fun kind of person
C- People tend to judge you because you are popular
D- You have one of the best personalities ever
F- People adore you
E- Damn good kisser
G- You never let people tell you what to do
H- You're loyal to those you love
I- You have a fine ass
J- Everyone loves you
K- You are really silly
L- You live to have fun
M- Success comes easily to you
N- You are absolutely beautiful
O- You are one of the best in bed
P- You are popular with all types of people
Q- You are a hypocrite
R- Fuckin sexy
S- Easy to fall in love with
T- You're loyal to those you love
U- You really like to chill
V- You are not judgemental
W- You are very broad minded
X- You never let people tell you what to do
Y- One of the best bfs/gfs anyone could ask for
Z- Always ready
föstudagur, september 29, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 9/29/2006 02:51:00 e.h. |
miðvikudagur, september 27, 2006
Jæja, þá er 20 vikna sónarinn búinn :). Ekkert smá gaman að fara í hann og sjá litla krílið sprikla aðeins. Öll líffæri eru á sínum stað og allt eins og það á að vera, voðalega gott að vita það. Við vildum ekki fá að vita kynið þannig að við hjónin getum haldið áfram að stríða hvort öðru hvort kynið það sé, Árni segir að þetta sé strákur og þá verð ég auðvitað að segja að þetta sé stelpa.
Mér var reyndar flýtt um nokkra daga, er semsagt sett 10. febrúar. En núna er meðgangan akkúrat hálfnuð, bara 20 vikur í viðbót, get nú varla ímyndað mér hvernig maður lítur út í endann. Ekki það að ég sé búin að fitna mikið en maginn er auðvitað búinn að stækka dálítið. Verð örugglega eins og hvalur, tíhí.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/27/2006 09:14:00 f.h. |
sunnudagur, september 24, 2006
Helgin er búin að vera rosa fín. Á föstudaginn buðum við vinkonum mínum + mökum + börnum í grill, alltof langt síðan að við höfum allar hist saman og þetta var líka gott tækifæri til að vígja grillið. Það heppnaðist ekkert smá vel, enduðum kvöldið á að fara aðeins niður í bæ, á Oliver. Mér leist nú ekkert svakalega vel á staðinn, alltof þröngt þarna inni en kannski spilaði inní að tónlistin var ekki góð þetta kvöldið. Ég og Árni fórum nú reyndar bara snemma heim, ég var einhvern veginn ekki alveg að fíla mig þarna með bumbuna út í loftið :)
Restin af helginni er bara búin að fara í rólegheit og afslöppun hjá mér en Árni er á fullu að hjálpa foreldrum sínum að gera nýju íbúðina þeirra tilbúna og þau fluttu líka smá í dag. Voðalega hentugt að vera ólétt þessa dagana, slepp við að flytja, tíhí.
Árni er líka svo ánægður að vera búinn að koma grillinu í gang að við erum búin að grilla alla helgina, ekkert smá næs. Veðrið búið að vera geðveikt, mér finnst m.a.s. bara nokkuð heitt úti.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/24/2006 07:12:00 e.h. |
laugardagur, september 16, 2006
Það var svo gaman í gær. Föðuramma hans Árna varð áttræð í gær og öll stórfjölskyldan var búin að ákveða að hittast í Perlunni og koma henni á óvart. Hún hélt að dóttir sín ætlaði að bjóða sér í Perluna í tilefni dagsins en svo þegar að þær komu þá biðum við öll þarna eftir henni. Hún varð svo ánægð, fékk alveg tár í augun af gleði og þetta kom henni líka svo á óvart. Þvílíkt gaman.
Í kvöld er svo fertugsafmæli hjá yfirmanni hans Árna, það er svo fyndið hvernig atburðir raðast alltaf á sömu helgina. Það er kannski ekkert að gera hjá manni margar helgar í röð en svo gerist allt sömu helgina. En það verður allavega gaman að fara í kvöld og hitta þá sem Árni er að vinna með.
En fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, erum rosalega ánægð í íbúðinni okkar og dagarnir bara fljúga áfram. Mér finnst dagarnir vera fljótari að líða núna þegar að við erum bæði að vinna en þegar að við vorum bæði í skóla. Skil samt eiginlega ekki af hverju.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/16/2006 09:41:00 f.h. |
miðvikudagur, september 13, 2006
Jæja þá fer Magna-æðið að vera búið. Gat nú ekki haldið mér vakandi í gær þannig að ég horfði á smá í vinnunni, fannst Magni standa sig mjög vel sem og Toby. Nennti ekki að horfa á Lukas eða Dilönu, finnst þau bæði svo leiðinleg. Er samt einhvern veginn að vona að Magni lendi í öðru sæti og Toby vinni :), einfaldlega vegna þess að ég er ekkert viss um að Magna langi til að spila með hljómsveitinni. Í einhverju viðtalinu þá sagði hann einmitt sjálfur að hann þekkti gaurana nákvæmlega ekki neitt og gæti þ.a.l. ekki myndað sér skoðun um hvort að honum langaði að spila með þeim. Þetta viðtal var nú reyndar fyrir þremur vikum þannig að kannski hefur eitthvað breyst. En alveg óháð hvaða sæti hann lendir í, þá er hann búinn að sanna að hann er ótrúlega góður söngvari.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/13/2006 08:18:00 f.h. |
föstudagur, september 08, 2006
Mamma á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku mamma mín og njóttu dagsins :).
Oh hvað ég er ánægð að það sé komin helgi, ætla að njóta þess að sofa út og reyna að koma seinasta dótinu fyrir. Svo verður auðvitað afmælisveisla hjá mömmu um helgina, hlakka til að fá góðar kökur og heita brauðrétti, nammi namm.
En vonandi skemmtið þið ykkur öll vel um helgina, um að gera að njóta dagsins í dag því að maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/08/2006 09:34:00 f.h. |
miðvikudagur, september 06, 2006
Það eru tveir sem eiga afmæli í dag. Sætasti kisinn og tengdapabbi, innilega til hamingju með afmælið báðir tveir :). Annars erum við alveg í skýjunum þessa dagana, æðislegt að geta knúsað Snúðinn sinn þegar að maður vill og ekki verra að vera í sinni eigin íbúð.
Reyndar vekur Snúður okkur á hverjum morgni um fimm en það er bara vegna þess að hann vill fara út. Fórum einmitt með hann út í beisli í gær til þess að leyfa honum að kynnast umhverfinu og miðum við að setja hann út í fyrsta skipti einan um helgina. Held að maður verði rosa sáttur við það. Hann er rosalega háður okkur þessa dagana, eltir mann á klósettið vegna þess að hann heldur að við séum að fara frá honum aftur, algjör dúlla. Svo er alveg æðislegt þegar að hann sefur uppí hjá okkur og malar hástöfum.
Annars gengur bara ágætlega að koma okkur fyrir, erum eiginlega búin að taka upp úr öllum kössum og núna er mesti höfuðverkurinn hvar við eigum að hengja myndirnar upp. Erum nefnilega ekki alveg sammála um það en það leysist fljótlega. Allir velkomnir í heimsókn!!
Hinsvegar finnst mér rosa erfitt að venjast því að þurfa að leggja af stað korteri fyrr í vinnuna, erum alveg hálftíma frá Hafnarfirði og niður í bæ. Okkur finnst nefnilega svo gott að snooza þannig að klukkan er alltaf orðin svo margt. Sváfum yfir okkur í gær, þ.e.a.s. vöknuðum ekki fyrr en hálfátta sem þýddi að ég kom 20 mínútum of seint í vinnuna því að við vorum 40 mínútur á leiðinni.
Svo fórum við til ljósmóðurinnar í fyrradag og fengum að heyra hjartsláttinn hjá litla krílinu, alveg yndislegt. Það er nú smá byrjað að sjást á mér, sérstaklega á kvöldin. Svo er 20 vikna sónarinn 27. sept, hlökkum rosa mikið til þess. Ætlum ekki að fá að vita kynið, viljum bara láta þetta koma á óvart.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/06/2006 12:29:00 e.h. |