Það var svaka gaman á stelpukvöldinu. Við pöntuðum pizzu, drukkum kokteila og jellyskot, fórum í drykkjuleik og dönsuðum út um alla íbúð. Fórum svo niður í bæ um eittleytið, kíktum fyrst á Glauminn en leist ekkert á stemmninguna þar þannig að við fórum á Hressó þar sem að við dönsuðum samfleytt í tvo tíma. Frábær tónlist þar. Ég fór reyndar heim um þrjúleytið en hinar stelpurnar voru eitthvað lengur. Erum að spá í að gera þetta að árlegum viðburði, við skemmtum okkur svo vel.
Annars virðist ég hafa náð mér í einhverja kvefpest, var frekar mikið slöpp í gær en líður betur í dag. Sem betur fer var Árni heima bæði í dag og í gær, var ekki alveg að geta hugsað um Benedikt svona veik, sérstaklega þar sem að mér leið eins og hausinn á mér væri að springa. Ekki alveg það besta í heimi þegar að litli stubburinn æfir söngröddina :).
Svo er það Eurovision á morgun, ég er ekki búin að geta fylgst með undanfara keppninnar eins og ég hef vanalega gert, þannig að ég heyri flest öll lögin í fyrsta skipti á morgun og er þ.a.l. ekki búin að mynda mér skoðun um hvort að við ættum að komast áfram eða ekki. Vona bara að Eiríki takist að koma okkur upp úr undankeppninni.
miðvikudagur, maí 09, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 5/09/2007 01:50:00 e.h.
|