þriðjudagur, maí 22, 2007

Undanfarnar þrjár vikur er ég búin að vakna við minnsta hljóð frá Benedikt og get ekki sofnað aftur. Núna er klukkan t.d. 4:10 og ég er búin að vera vakandi síðan kl. 3:30. Alveg hata ég þegar að þetta kemur fyrir. Loksins þegar að Benedikt er byrjaður að sofa eiginlega alla nóttina þá get ég ekki sofið. Enda fær hann að sofa í eigin herbergi í nótt og vonandi get ég þá sofið betur. Orðin frekar pirruð á að fara að sofa kl. 21 á kvöldin, annars verð ég bara út úr heiminum af þreytu.

Helgin var voðalega fín. Buðum vinnufélögum hans Árna í sælkeraklúbbinn, vorum nú reyndar frekar fá miðað við seinast en við skemmtum okkur mjög vel. Benedikt var settur í næturpössun þannig að ég naut þess að geta sofið heila nótt án þess að vakna :). Á sunnudaginn fór ég í bíó með Hildi og Eddu, fórum á The painted veil með Edward Norton og Naomi Watts. Ekta stelpumynd, frekar róleg en mér fannst hún voða fín. Alltof langt síðan að ég hef farið í bíó, fór seinast þegar að ég var komin ca. 6 mánuði á leið minnir mig.