Jæja, ekki náðum við að komast upp úr undankeppninni. Eiríkur stóð sig samt rosalega vel og má alveg vera stoltur af frammistöðunni. Þetta er greinilega orðið Austur-Eurovision, þ.e.a.s. öll þau 10 lög sem komast áfram eru á því svæði. En þar sem að allar bloggsíður eru uppfullar um þetta efni þá er ég eiginlega komin með upp í kok af þessu umræðuefni. Við ráðum hvort sem er ekki neinu hvort/hvenær keppninni verður breytt þannig að það þýðir voðalega lítið að æsa sig yfir þessu. Hinsvegar finnst mér Sigmar alltaf jafn frábær sem þulur, hann var alveg að brillera með ýmsum skotum á keppendurna/lögin.
Ég fann mér eitt land til að halda með, Serbía. Fannst lagið frá þeim alveg svakalega grípandi og vel sungið. Ég var líka búin að heyra lagið frá Grikklandi og finnst það ekta sumarsmellur þannig að þessi tvö lönd fá mitt atkvæði.
Við vorum búin að bjóða Karen og Grétari í heimsókn annað kvöld og ég var búin að búa til spurningalista um Eurovision (enda algjör nörd þegar að kemur að Eurovision) og smá keppni um fimm efstu sætin. En svo komast þau kannski ekki því að Grétar er hálfveikur, vona nú samt að þau komist :). Alltaf svo gaman að fara í smá keppni um Eurovision.
Kosningar á morgun, ég er nú sammála flestum að mér finnst þessi kosningabarátta hafa verið frekar daufleg. Reyndar skiptir það nú ekki máli fyrir mig þar sem að ég læt ekki stjórnast af auglýsingum rétt fyrir kosningar, hvað þá þegar að stjórnarflokkarnir reyna að ná sér í atkvæði með því að gera eitthvað þremur vikum fyrir kosningar en eru búnir að vera nokkurn veginn aðgerðalausir seinustu 4 ár (og rauninni lengur).
föstudagur, maí 11, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 5/11/2007 03:32:00 e.h.
|