Vegna fjölda áskoranna (ehemm, það var nú reyndar bara ein frá Karen) þá ætla ég aðeins að prófa að hafa bloggið lengur.
En um leið og ég settist niður við tölvuna gleymdi ég öllu því sem ég ætlaði að blogga um, hmmm. Ekki alveg nógu gott. Ég gæti bloggað um komandi kosningar eða hvað það fer í taugarnar á mér þegar að fólk styttir íslensk orð. Hvað er málið með að skammstafa orðið fyrir með einum staf? Gjörsamlega hatandi. Eða þegar að fólk segir tvíbbarnir til að spara sér pláss, halló það munar einum staf. Og ammæli er víst orðið voðalega vinsælt, næ þessu ekki. Hverju munar hvort maður skrifar afmæli eða ammæli nema það að annað orðið er rétt, hitt vitlaust. Ég gæti haldið áfram endalaust en það er komið nóg af röfli. Nenni heldur ekki að skrifa um kosningarnar, ég er nokkurn veginn búin að gera upp minn hug og þá er ég sátt :).
Annars erum ég, Helga, Hrönn og Ásta á fullu að skipuleggja stelpukvöldið okkar en það verður þarnæstu helgi. Oh það verður svo gaman. Við erum nefnilega ekki búnar að hittast og hafa ekta stelpukvöld síðan snemma árið 2005!! Fyrst varð Hrönn auðvitað ófrísk, svo Ásta og Helga. Um leið og Helga var búin að eiga varð ég svo ófrísk þannig að það er lítið búið að vera um djamm hjá okkur öllum saman. Við ætlum að gera kokteila, hafa jellyskot, panta okkur mat og bara hafa það gaman, vívíví.
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 4/26/2007 09:50:00 f.h.
|