Ég og Árni fórum á Pabbann seinasta föstudag. Skemmtum okkur alveg svakalega vel. Lágum í kasti meirihlutann af tímanum, könnuðumst svo sannarlega við okkur þegar að hann var að lýsa ýmsu því sem tengist því að verða foreldri.
Annars er nú mest lítið að frétta, Benedikt verður skírður núna á laugardaginn þannig að við erum bara á fullu að undirbúa það. Veislan verður semsagt tvískipt, fyrst nánasta fjölskylda sem telur samt um 25 manns og svo vinirnir seinna um daginn.
Reyndar er ég að spá í að hætta með bloggið mitt, finnst ég hafa voðalega lítið fram að færa þessa dagana. Getur verið að það breytist þegar að ég verð ekki lengur heimavinnandi en allavega núna finnst mér þetta einhvern veginn hálfleiðinlegt blogg. Er samt ekki alveg búin að ákveða mig, kemur allt í ljós.
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 4/17/2007 11:48:00 f.h.
|