sunnudagur, apríl 01, 2007

Við fjölskyldan fórum í fyrsta skipti út í göngutúr í gær, foreldarnir fóru að kjósa um stækkun álversins en Benedikt svaf bara á meðan. Ég er voðalega sátt við Hafnfirðinga í dag, sem betur fer var nýja deiliskipulagið ekki samþykkt enda var þetta bara vitleysa út í eitt. En nóg um það, kosningarnar búnar og þá er alveg óþarfi að tala meira um þetta :).

Hildur og Konni eru flutt heim frá Danmörku, ekkert smá gaman og komu í heimsókn til okkar á miðvikudagskvöldið. Ég, Hildur og Edda kíktum svo til Jósu á föstudagskvöldið og skemmtum okkur svaka vel. Við kíktum svo aðeins niður í bæ en aftur varð ég bara að fara heim um tvöleytið, líkaminn þolir greinilega ekki meira þessa dagana. Ég var nú dálítið mikið þreytt á laugardaginn en gat sofið vel í nótt þannig að mér líður betur.

Á laugardaginn hélt Eyrún Ólöf upp á eins árs afmælið sitt. Þar sem Benedikt er búinn að vera veikur þá vildum við nú ekki fara með hann þannig að ég fór bara ein og skemmti mér rosa vel. Alveg yndislegt að sjá öll þessi litlu börn sem eru nýbyrjuð að labba og detta svo til skiptis :).

Hlakka mikið til næstu viku, páskarnir að koma!! Reyndar er nú ekki mikið gert á heimilinu fyrir þá enda einhvern veginn ekki tími til þess en Árni verður þá heima samfleytt í 5 daga, ekkert smá næs.

Það eru allir mjög hjálpsamir að benda mér á hugsa um hvernig heimilislífið væri ef við ættum annað barn fyrir, hugurinn á mér getur nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda. Get ekki ímyndað mér ef annað barn þyrfti líka á athygli minni að halda, finnst alveg nóg að vera "bara" með Benedikt. Reyndar er hann mjög erfiður að sofa á nóttunum, mér finnst t.d. mjög erfitt þegar að ég fæ 4 tíma svefn og þá ekki einu sinni samfleytt en ég er alltaf að vona að hann fari nú allavega að sofa í ca. 5 tíma í einu en þar sem maður er ennþá smá stíflaður þá vaknar hann eftir ca. 3-4 tíma og er svo kannski vakandi í 1-2 tíma, ekki alveg að ganga upp.