Hér er allt á fullu að undirbúa skírnina sem verður núna á laugardaginn. Þ.e.a.s. við erum rosa dugleg að ákveða hvað þarf að gera en svo tekur aðeins lengri tíma að gera hlutinn :). Sem betur fer ætla tengdó að taka Benedikt á föstudagskvöldið svo að við náum að þrífa og svona. Íbúðin lítur nefnilega oftast út eins og eftir sprengjuárás.
Annars hlakka ég ekkert voðalega mikið til veislunnar því að ég er búin að taka allar mjólkurvörur út úr mínu mataræði. Ég má ekki einu sinni borða skinku því að það er mjólkurduft í henni. Þannig að ég má ekki borða neitt sem verður á boðstólum í veislunni nema flatkökur með hangikjöti (með engu smjöri auðvitað). En litlu skottunni virðist líða aðeins betur þannig að þá er þetta þess virði. Hún er samt ennþá að fá í magann þannig að ég er líka búin að taka út egg og glúten. Sem þýðir að ég lifi á ávöxtum og grænmeti þessa dagana, mjög skemmtilegt. Ef hún lagast ekki af þessu þá er ég gjörsamlega lens með hvað getur hjálpað henni, er búin að prófa allt. Er alveg að gefast upp þessa dagana, alveg ömurlegt að horfa á barnið sitt engjast um af magapínu daginn út og daginn inn og alveg sama hvað maður gerir þá virðist ekkert hjálpa nógu mikið.
miðvikudagur, október 29, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 10/29/2008 12:54:00 e.h.
|