Þá erum við búin að finna nafn á litlu prinsessuna. Þar sem að við vissum að það væri von á stelpu vorum við búin að finna nokkur nöfn og eftir að hafa mátað þau við hana völdum við nafnið Berglind Elna. Berglind er út í loftið en Elna er í höfuðið á mömmu. Vorum að hugsa um að opinbera nafnið þegar að hún verður skírð en þar sem skírnin verður líklegast ekki fyrr en í október vildum við nefna hana strax.
|