Lítið að frétta af okkur, lífið gengur bara sinn vanagang þessa dagana. Berglind Elna er voðalega dugleg að drekka og var orðin 3.850 grömm í seinustu vigtun, er greinilega að flýta sér að stækka. Hún er hinsvegar ekki jafn góð í að sofa á nóttunni og mamman fær lítinn svefn þessa dagana, vonandi fer það nú að lagast. Ef hún ætlar að vera lík bróður sínum þá eru samt ca. 2-3 mánuðir í að ég fái 5-6 tíma samfleyttan svefn.
Mér finnst pínku skrýtið að hugsa til þess að ég fari ekkert aftur að vinna fyrr en í ágúst á næsta ári, ég er rosalega fegin að ætla að vera heima í eitt ár en þetta er voðalega skrýtin tilhugsun.
Annars fórum við með Berglindi í myndatöku á fimmtudaginn, oh ég hlakka svo til að sjá myndirnar næsta miðvikudag. Hún var nú meira vakandi en bróðir sinn (þegar að við fórum með hann í myndatöku á svipuðum aldri) og var nú ekkert alltof sátt við að geta ekki bara sofið, alltaf verið að láta hana í einhverjar stellingar. Eftir myndatökuna fórum við svo á mömmuhitting, alltaf gaman að hitta aðrar mömmur sem eiga börn á svipuðum aldri. Þessir mömmuhittingar verða alltaf á fimmtudögum í vetur, er strax byrjuð að hlakka til næsta :).
föstudagur, september 12, 2008
Birt af Inga Elínborg kl. 9/12/2008 09:35:00 e.h. |
þriðjudagur, september 02, 2008
Þá erum við búin að finna nafn á litlu prinsessuna. Þar sem að við vissum að það væri von á stelpu vorum við búin að finna nokkur nöfn og eftir að hafa mátað þau við hana völdum við nafnið Berglind Elna. Berglind er út í loftið en Elna er í höfuðið á mömmu. Vorum að hugsa um að opinbera nafnið þegar að hún verður skírð en þar sem skírnin verður líklegast ekki fyrr en í október vildum við nefna hana strax.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/02/2008 10:25:00 e.h. |