föstudagur, apríl 14, 2006

Búin að ætla að vera svo dugleg að læra en það hefur ekki alveg gengið eftir.
Fór með Helgu til Ástu og Ívars á miðvikudaginn til að skoða litlu snúlluna þeirra. Maður er sko langsætastur með mikið rautt hár og alveg eins og pabbi sinn. Í gær var hún skírð og fékk nafnið Eyrún Ólöf, innilega til hamingju með fallega nafnið þitt snúllan mín. Hún var nú bara hin rólegasta í skírninni nema rétt á meðan þegar verið var að skíra hana.

Um kvöldið fórum við svo til Karenar og Grétars og spiluðum Buzz í Playstation. Þvílíkt skemmtilegur leikur og við veltumst um af hlátri meiri hlutann af kvöldinu. Það er alltaf svo gaman að hitta þau enda söknuðum við þeirra endalaust mikið þegar að þau fluttu frá Árósum.

Í dag er svo stefnan tekin á sumarbústað rétt hjá Flúðum. Ég, Sigga systir og Adam ætlum að kíkja á Bjarklindi og Vigga. Það er svo næs að komast aðeins út í sveitina þótt að það sé bara einn dagur.

En vonandi njótið þið öll páskana. Ég ætla sko alveg að njóta þess að hafa afsökun til að læra ekki en svo byrjar lærdómurinn aftur á mánudag.