miðvikudagur, október 27, 2004

Lífið hérna í Danmörku er eitthvað voðalega rólegt í augnablikinu. Við gerum nákvæmlega ekkert annað en að fara í skólann, læra, fara í búð og sofa. Geðveikt skemmtilegt að blogga um það :).
Ætli maður sé bara ekki að spara sig þangað til að vinkonurnar koma. Get varla beðið eftir að sjá þær. Fara niður í bæ og á kaffihús og svona, ógó gaman.
Annars var mjög fínt í tíma í gær, kennarinn talaði nefnilega ensku jej. Það var mög gott að vera í tíma þar sem að maður skildi allt og þurfti ekki að rembast við að skilja helminginn af því sem kennarinn sagði. Svo kennir þessi kennari okkur aftur í lok nóvember, gaman gaman.

laugardagur, október 23, 2004

Ingibjörg vinkona er að útskrifast sem lyfjafræðingur í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku Ingibjörg. Vildi að við gætum verið heima á Íslandi og fagnað þessu með þér en það verður víst bara að bíða þangað til í desember :).
Annars er nú helst í fréttum að fyrsti tíminn í vinnusálfræði var í gær. Tíminn var semsagt frá 9-4 og gekk alveg ágætlega. Reyndar var ég nú orðið dálítið rugluð í hausnum upp á það síðasta. Ég og Hildur töluðum íslensku saman, Danirnir töluðu dönsku við okkur og við svöruðum þeim á svona mest á ensku en stundum samt á dönsku reyndar. Frekar ruglandi :). Annars lítur þessi kúrs bara vel út og Danirnir eru mjög tillitssamir við okkur.
Svo í kvöld er partý hjá íslensku sálfræðinemenunum. 2. árs nemar buðu 1. árs nemum í partý svo að þeir gætu miðlað af reynslu sinni ;).

fimmtudagur, október 21, 2004

Hjörvar Þór frændi minn er 10 ára í dag, til hamingju með afmælið elsku frændi :).

miðvikudagur, október 20, 2004

Árni fór í fyrsta prófið sitt í dag og stóð sig líka svona svakalega vel. Hann fékk 10, til hamingju með það ástin mín. Einkunnaskalinn í Danmörku er nefnilega frá 13, svo er ekki gefið 12, næst 11 og svo niður úr. Þannig að þetta er svona 8,5 á íslenskum kvarða, ógó flott. Svo á hann að skila ritgerð 1. nóvember og þá er hann búinn í tveimur fögum, frekar skrýtið kerfi.

þriðjudagur, október 19, 2004

Það er bara allt að gerast þessa dagana. Hrönn og Axel voru að spá í að koma til okkar og nýta vildartilboðið sem þau fengu sent en svo hættu þau við því að Axel er svo upptekinn í vinnunni í nóvember (skamm Axel). Svo kom Ásta næst með fréttir að hún ætlaði að koma til okkar og hún kemur líklegast 22. nóv, geðveikt gaman og verður vonandi í viku. Þannig að Helga fer frá okkur 14. nóv og þá er bara vika í að Ásta kemur. Þvílíkt að gerast í heimsóknum.
Svo hef ég alltaf gleymt að segja að mamma og pabbi pöntuðu flug til okkar 14. febrúar og fengu það meira segja á 5 kr. Geðveikt gaman. Það verður svo mikið næs að fá þau hingað :).
Það gekk bara vel í "umræðutímanum" á mánudag. Þetta var semsagt ekki umræðutími heldur bara venjulegur fyrirlestur (bara í aðeins minni hópum), hefði átt að kvíða aðeins meira fyrir.

sunnudagur, október 17, 2004

Búin að setja inn nokkrar niðurtalningar hérna til hægri.

laugardagur, október 16, 2004

Ég gleymdi að óska ömmu til hamingju með afmælið en hún er 94 ára í dag. Til hamingju með afmælið amma mín (ekki að það seu miklar líkur að hún lesi bloggið mitt ;)).

Haustfríið alveg að verða búið og ég er byrjuð að kvíða fyrir því að fara aftur í skólann :(. Umræðutímarnir mínir byrja nefnilega á mánudaginn og svo byrjar Vinnusálfræðikúrsinn minn á föstudag og sá kúrs er í rauninni bara umræðutími líka. En vonandi á þetta allt eftir að reddast.
Annars er ég búin að vera dugleg að læra í haustfríinu og það er rosalega næs að fá svona frí á miðri önn. Karen, Grétar og Anna Heiða komu svo í mat til okkar á fimmtudag og það var ekkert smá gaman að sjá Önnu Heiðu. Við skemmtum okkur rosalega vel og spjölluðum mikið saman. Takk fyrir komuna, you guys.
Annars er alltaf að styttast í afmælisdaginn minn, vei vei vei. Þegar að Árni verður búinn að skila ritgerðinni sinni þá ætlum við að fara niður í bæ og ég má velja mér afmælisgjöf frá honum. Hlakka geðveikt til.
Svo bara til að minna ykkur vinina á þá virkar netfangið mitt alveg fínt (flestir virðast nefnilega halda að það virki ekki af því að ég er búin að fá svona 10 tölvupósta frá vinum mínum síðan að ég flutti út).

miðvikudagur, október 13, 2004

Við erum búin að breyta flugmiðanum okkar!! Við komum semsagt heim 18. des um hálffjögur en förum aftur til Danmerkur 2. jan. Ekkert smá gaman að geta aðeins lengt heimferðina, hlakka svo mikið til að sjá og knúsa alla.

sunnudagur, október 10, 2004

Það er ekkert smá gott að vera í haustfríi, reyndar er ég alveg búin að snúa sólarhringnum við en það er bara gott :).
Ég og Árni fórum á föstudaginn niður í bæ og fengum okkur rjómalagaða fiskisúpu með risarækjum, nammi namm, hún var ekkert smá góð. Svo komu Karen og Grétar í heimsókn þegar að við vorum komin heim og við spjölluðum saman.
Á gær var okkur svo boðið í mat til Karenar og Grétars og svo fórum við Karen í stelpupartý. Það var ekkert smá gaman, alltaf skemmtilegt að hitta hressar stelpur. Við fórum svo þrjár niður í bæ og skemmtum okkur bara ágætlega.
Ég vaknaði svo ekki fyrr en klukkan hálftvö í dag (ekki alveg nógu gott) og lærði smá en fór svo að elda. Eldaði semsagt piparsteik með bökuðum kartöflum, sveppasósu og salati, nammi namm, ógó gott.
Svo er bara mánuður í dag þangað til að mín verður 25 ára, vei vei vei. En ætli ég verði ekki að halda áfram að læra núna svo að ég geti fylgt læruplaninu mínu.

miðvikudagur, október 06, 2004

Mín bara komin í haustfrí :). Frekar ljúft en það verður samt bara tekið á því og lært mikið. Ég hef aldrei (síðan að ég byrjaði í sálfræðinni) verið svona langt á eftir í að lesa. Og ég er bara í tveimur fögum, frekar fyndið.
Á laugardaginn er stelpupartý hjá Tótu, vinkonu Karenar. Ég hlakka bara mjög til að fara og kynnast fleiri Íslendingum, gaman gaman. Það þýðir að ég þarf að fara niður í bæ og kaupa Asti Martini, ekki alveg að fíla að engin búð nálægt okkur selur vínið mitt :).
Árni ætlar að hafa Star Wars kvöld þá, við vorum nefnilega að kaupa Star Wars Trilogy, ég hef nú séð allar þessar myndir (frekar langt síðan reyndar) og fannst þær mjög skemmtilegar en samt tókst mér að sofna yfir fyrstu myndinni. Þannig að Árni ætlar að nýta tækifærið og horfa á tvær seinustu myndirnar og þá get ég bara horft á þær þegar að ég hef tíma og svona.
P.S. Mæli með laginu hennar Anastaciu, Sick and Tired. Ekkert smá flott lag enda er ég búin að vera með það á replay í allt kvöld :).

sunnudagur, október 03, 2004

Jæja helgin búin. Þetta var samt alveg hin besta helgi. Á föstudaginn förum við hjónin að versla jólagjafir og gátum keypt alveg 5, ekkert smá dugleg. Við keyptum líka húfur á okkur svo að okkur verði ekki kalt á hjólunum okkar. Ekkert smá sæt með húfurnar :).
Á laugardaginn fór Árni til Grétars og Karen um hádegið og setti upp nýju tölvuna þeirra. Ég var eftir heima og lærði smá en fór svo til þeirra um fimmleytið af því að Karen og Grétar ætluðu að bjóða okkur í mat. Og hvílíkur matur, ekkert smá góður kjúklingur, nammi namm. Svo gáfu þau okkur líka brúðkaupsgjöf/innflutningsgjöf. Fengum karöflu frá Rosendahl, dropastoppara og tappa, ekkert smá flott. Takk kærlega fyrir okkur krúsirnar mínar :).
Svo á bara að læra í dag, þ.e.a.s. þegar að maður kemur sér að því að læra.